Það eru margir sem muna eftir manni að nafni Kevin Nolan en hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður.
Nolan er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bolton en hann lék einnig með Newcastle og West Ham á ferlinum.
Nolan er 42 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna 2018 eftir dvöl hjá Notts County.
Englendingurinn þjálfaði einnig Notts County frá 2017 til 2018 en hann hafði fyrir það verið spilandi þjálfari hjá Leyton Orient.
Nú mörgum árum seinna er Nolan mættur aftur en hnan hefur tekið við Northampton Town í þriðju efstu deild.
Afskaplega athyglisverð ráðning í ljósi þess að Nolan hefur ekki þjálfað lið í tæplega sjö ár.