Joshua Zirkzee, leikmaður Manchester United, er í ástarsorg þessa dagana en hans sambandi við fyrirsætuna Celina Jada Kerr er lokið.
Frá þessu er greint í dag en Zirkzee kom til Englands í sumar frá ítalska félaginu Bologna.
Zirkzee og Kerr höfðu verið saman í mörg ár en þau kynntust fyrst er sá fyrrnefndi spilaði með Bayern Munchen í Þýskalandi.
Zirkzee kom til Bayern aðeins 16 ára gamall og var síðar lánaður til Parma, Anderlect og svo seldur til Bologna.
Parið hefur ekki verið mikið fyrir sviðsljósið undanfarin ár og vissu fáir ef einhverjir að þau væru í erfiðleikum.
Nokkrir miðlar staðfesta þó þessi sambandsslit sem hefur vonandi ekki áhrif á Zirkzee sem er aðeins að byrja sinn feril í Manchester.