Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er áhyggjufullur fyrir leik sinna mann gegn Everton sem fer fram í dag.
City hefur verið í miklu basli undanfarnar vikur og mætir nú Everton sem hefur verið að spila nokkuð vel í síðustu leikjum.
Englandsmeistararnir fá þó heimaleik í hádeginu og eru flestir sem búast við því að þeir nái loksins að svara fyrir sig.
Everton er þó til alls líklegt og hefur fengið á sig örfá mörk í síðustu viðureignum sínum í deildinni.
,,Þeir eru alls ekki fullkominn andstæðingur. Þetta snýst um að við náum að spila okkar besta leik,“ sagði Guardiola.
,,Þetta mun taka tíma. Við verðum að ná í úrslit eins fljótt og við getum. Við erum að mæta Everton sem er að spila vel og úrslitin og frammistaðan sannar það.“