Knattspyrnuaðdáendur munu fá fimmtu seríuna af ‘Welcome to Wrexham’ ef félagið tryggir sér sæti í næst efstu deild.
Þetta segir Shaun Harvey sem er yfirmaður knattspyrnumála félagsins sem leikur í dag í þriðju efstu deild.
Þrjár seríur af þáttaröðinni hafa verið gefnar út og er von á þeirri fjórðu á næsta ári.
Talið var að sú fjórða væri mögulega sú síðasta en ef Wrexham kemst í næst efstu deild þá breytast hlutirnir að sögn Harvey.
Þættirnir hafa vakið athygli um allan heim og þá aðallega þar sem félagið er í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds.
Um er að ræða tvo heimsfræga einstaklinga sem hafa gert það gott í bíómyndum og þáttum undanfarin ári.