Wolves 2 – 0 Manchester United
1-0 Matheus Cunha(’58)
2-0 Hwang Hee-Chan(’97)
Manchester United tapaði gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á heimavelli þess síðarnefnda.
United lenti í vandræðum í viðureigninni en fyrirliðinn Bruno Fernandes fékk rautt spjald á 47. mínútu.
Stuttu eftir það komst Wolves í forystu en það var að sjálfsögðu Matheus Cunha sem kom boltanum í netið.
Það var svo Hwang Hee-Chan sem gerði út um leikinn undir lok leiks og lokatölur 2-0 fyrir heimamönnum.