Liverpool 3 – 1 Leicester
0-1 Jordan Ayew(‘6)
1-1 Cody Gakpo(’45)
2-1 Curtis Jones(’49)
3-1 Mohamed Salah(’82)
Liverpool er komið með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir þá leiki sem fóru fram í dag.
Liverpool mætti Leicester City á heimavelli en lenti óvænt undir eftir aðeins sex mínútur. Jordan Ayew kom þá boltanum í netið fyrir gestina og staðan 1-0.
Liverpool tók öll völd á vellinum eftir það mark en Cody Gakpo jafnaði svo metin áður en flautað var til leikhlés.
Curtis Jones og Mohamed Salah bættu við tveimur mörkum fyrir Liverpool áður en flautað var til leiksloka og nokkuð öruggur sigur staðreynd.
Liverpool er nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar eftir að Chelsea missteig sig gegn Fulham fyrr í dag.