Manchester City 1 – 1 Everton
1-0 Bernardo Silva(’14)
1-1 Iliman Nidaye(’36)
Erling Haaland mistókst að tryggja Manchester City sigur í dag í leik gegn Everton á Etihad vellinum.
Haaland hefur ekki verið heitur undanfarið en hann fékk kjörið tækifæri til að koma þremur stigum á töfluna.
Leiknum lauk með jafntefli að þessu sinni en Everton jafnaði metin eftir að Bernardo Silva hafði tekið forystuna fyrir City.
Haaland fékk svo að taak vítaspyrnu á 53. mínútu en mistókst að skora og jafntefli niðurstaðan í Manchester.