Chelsea missteig sig annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Fulham á heimavelli í Lundúnarslag.
Leikurinn var nokkuðö fjörugur á Stamford Bridge og var það Cole Palmer sem kom Chelsea yfir með laglegu marki í fyrri hálfleik.
Varamaðurinn Harry Wilson sá hins vegar um að jafna metin fyrir Fulham í viðureigninni með skallamarki í þeim síðari.
Rodrigo Muniz tryggði Fulham svo óvæntan 2-1 sigur í uppbótartíma seinni hálfleiks en hann kláraði færi sitt vel innan teigs.
Nottingham Forest heldur áfram að valda stóru liðinum vandræðum og vann Tottenham 1-0 með marki Anthony Elanga.
Fleiri leikir fóru fram og hér má sjá öll úrslitin í dag.
Chelsea 1 – 2 Fulham
1-0 Cole Palmer(’16)
1-1 Harry Wilson(’82)
1-2 Rodrigo Muniz(’94)
Nott. Forest 1 – 0 Tottenham
1-0 Anthony Elanga(’28)
Newcastle 3 – 0 Aston Villa
1-0 Anthony Gordon(‘2)
2-0 Alexander Isak(’59)
3-0 Joelinton(’92)
Southampton 0 – 1 West Ham
0-1 Jarrod Bowen(’59)
Bournemouth 0 – 0 Crystal Palace