Emiliano Martinez segir að hann sé með ósanngjarnt orðspor í knattspyrnuheiminum en hann er ansi umdeildur á meðal fólsk.
Martinez hefur þónokkrum sinnum komið sér í vesen og ögrað andstæðingum sínum bæði með argentínska landsliðinu og Aston Villa.
Markvörðurinn geðþekki segir þó að þessi stimpill sé ekki sanngjarn og að hann sé lítið að hugsa út í svoleiðis hluti fyrir leikina.
,,Allt sem ég geri, það gerist á staðnum. Ég er ekki að undirbúa neitt fyrir leiki,“ sagði Martinez.
,,Þegar ég ver vítaspynru þá reyni ég að setja pressu á hina leikmennina, annað ekki. Það eru margir sem gera mun verri hluti en ég og þeir komast upp með það.“
,,Ég fékk gult spjald í Sambandsdeildinni því dómarinn gaf mér gult spjald þegar ég bað um boltann. Ég er með þetta orðspor á mér, að ég sé að pirra mótherjana en það er ekki rétt.“