Lokaleikur dagsins á Englandi fer fram klukkan 20:00 í kvöld er Liverpool fær lið Leicester City í heimsókn.
Liverpool er fyrir leik talið mun sigurstranglegra í þessari viðureign enda um toppliðið sjálft að ræða.
Leicester hefur verið í nokkru basi á leiktíðinni og eftir 17 umferðir er liðið með aðeins 14 stig í fallbaráttunni.
Hér má sjá byrjunarliðin á Anfield.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Mac Allister, Gravenberch; Salah, Jones, Gakpo; Darwin.
Leicester: Stolarczyk; Justin, Coady, Vestergaard, Kristiansen; Winks, Soumare; Mavididi, Ayew, El Khannouss; Daka.