Dele Alli er byrjaður að æfa með nýju félagi en hann hefur kvatt lið Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Um er að ræða fyrrum undrabarn sem á að baki 37 landsleiki fyrir England en hann er í dag 28 ára gamall.
Alli er án félags þessa stundina en hann er á æfingum hjá ítalska félaginu Como sem er í efstu deild.
Cesc Fabregas er þjálfari Como en hann þekkir vel til Alli eftir að hafa spilað á Englandi með Arsenal og Chelsea.
Alli hefur lítið spilað fótbolta undanfarin ár en vonast nú til að koma ferlinum aftur af stað eftir erfiða tíma.