Það er jóladagur og Manchester United í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eitthvað sem fáir hefðu getað séð fyrir. Þetta er reyndar sögulegt.
Ruben Amorim tók við sem stjóri United af Erik ten Hag fyrir nokkrum vikum og þrátt fyrir fínar rispur hefur honum ekki tekist að snúa gengi liðsins við.
United er sem fyrr segir í 13. sæti, en það er versta staða liðsins um jól í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og sú versta síðan jólin 1986. Þá var Sir Alex Ferguson nýtekinn við sem stjóri liðsins.
United tapaði á dögunum stórt gegn Bournemouth á heimavelli en var þar áður frábæran sigur á Manchester City.
15 – Manchester United will spend Christmas Day in 13th, their lowest position on December 25 since they were 15th in 1986 under new manager Alex Ferguson. Miserable. pic.twitter.com/aXwS0t7Jrz
— OptaJoe (@OptaJoe) December 23, 2024