fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
433Sport

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

433
Miðvikudaginn 25. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Freyr Alexandersson og brottrekstur hans frá belgíska liðinu Kortrijk hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga. Freyr hafði verið með liðið í um ár og bjargaði því frá falli á ótrúlegan hátt í vor. Það gekk hins vegar ekki eins vel á fyrri hluta þessarar leiktíðar.

„Þetta gekk ótrúlega vel á síðustu leiktíð en það er held ég ótrúlega erfitt að fara inn í annað tímabil þar sem liðið breytist ekki mikið milli tímabila. Af því liðið bjargaði sér á einhvern ótrulegan máta er bara eins og menn hafi trúað því að þá væri þetta allt í lagi. Það var greinilega ekkert allt í góðu lagi þarna,“ sagði Guðmundur um málið.

video
play-sharp-fill

„Þegar Freysi sagðist ekki hafa áhyggjur af því að missa starfið sitt, þá einhvern veginn vissi ég að hann myndi missa starfið sitt. Ég held að slíkt fari heldur aldrei vel í eigendur. Ég held að þeir vilji að þjálfarinn hafi smá áhyggjur af því að missa starfið sitt. Þess vegna komu þessar fréttir mér ekkert sérstaklega á óvart.“

Hrafnkell benti þá á að Freyr hafi hafnað því að taka við belgíska stórlðinu St. Gilloise í sumar. „Það má alveg deila um það núna hvort hann hefði átt að taka því.“

Guðmundur telur að auðveldara sé að láta íslenska þjálfara í heimsfóboltanum þar sem þeir eru yfirleitt ekki með stórt teymi með sér.

„Við höfum ekki náð að komast á þann stall að þjálfarar sem koma frá Íslandi taki staffið sitt með, þeir séu með stuðninginn og það geri liðunum erfiðara fyrir að reka þá. Þá væru þeir að reka einhverja fjóra með og þú þarft að hugsa það aðeins meira. Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
433Sport
Í gær

Varð brugðið þegar reikningurinn kom og hún sá verðið – Sjón er sögu ríkari

Varð brugðið þegar reikningurinn kom og hún sá verðið – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
433Sport
Í gær

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir

Van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann skrifar undir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
Hide picture