Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Íslenska kvennalandsliðið dróst á dögunum með heimakonum í Sviss, Noregi og Finnlandi í riðli í lokakeppni EM næsta sumar. Margir eru á því að þetta sé eins konar draumadráttur.
„Svo sannarlega. Við erum að fara áfram úr þessu riðli. Ég er ekki að setja neina pressu á Steina, hann veit að við eigum að fara áfram,“ sagði Guðmundur um dráttinn.
„Það er geggjað að fá Sviss á þeirra heimavelli. Það verður stemning þar, held það sé á einhverjum 30 þúsund manna velli sem sá leikur verður spilaður.
Ég er peppaður fyrir EM næsta sumar því ég held við munum ná okkar besta árangri í sögunni þar,“ sagði Guðmundur enn fremur.
Umræðan í heild er í spilaranum.