fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Alfreð gekk upp að honum fyrir alla leiki og sagði þetta – „Ég var oft að ofhugsa hlutina“

433
Miðvikudaginn 25. desember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum.

Sævar hefur verið á mála hjá Lyngby síðan 2021 og á tíma sínum hjá félaginu spilað með bæði Gylfa Þór Sigurðssyni og Alfreð Finnbogasyni. Hann lærði mikið af þessum tveimur að eigin sögn.

video
play-sharp-fill

„Alfreð skildi eftir sig mjög margt. Aðallega hvernig þú átt að haga þér utan vallar, borða og svoleiðis,“ sagði Sævar.

„Að sjá hvernig Gylfi æfði var bara rugl. Hann hljóp mest, var ekki hægt að tala við hann þegar hann tapaði í 5 á 5. Þá labbaði hann trylltur í burtu.“

Um tíma voru Sævar og Alfreð einu tveir Íslendingarnir hjá Lynbgy en þegar mest lét voru fjórir íslenskir leikmenn þar á mála.

„Alfreð hélt rosalega vel utan um mig þegar við vorum bara tveir þarna í sex mánuði, var alltaf að bjóða mér í mat og kenna mér eitthvað. Það sem ég tók mest frá honum er að fyrir næstum því hvern einasta leik labbaði hann upp að mér og sagði: „Sævar, hættu að ofhugsa svona mikið.“ Ég var oft mikið að ofhugsa hlutina,“ sagði Sævar.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“

Gummi Ben til í að fella stóra dóminn fyrir jól – „Þetta fer í hausinn á þér“
433Sport
Í gær

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Fyrir 2 dögum

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref

Maguire gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“
Hide picture