Atvinnumenn í fótbolta gera gjarnan vel við sig í mat og drykk og eyða vel af pening á veitingastöðum. Einn þeirra er reynsluboltinn Thiago Silva, fyrrum leikmaður Chelsea, en eiginkona hans Isabelle sýndi mynd frá reikningi þeirra á veitingahúsi fyrr á árinu.
Eftir sigurleik með Chelsea er miðvörðurinn spilaði enn þar birti Isabelle mynd af reikningi þeirra sem var upp á 900 pund, eða tæplega 160 þúsund íslenskar krónur.
„Hefðbundinn fjölskyldukvöldverður,“ skrifaði Isabelle með myndinni og virtist hissa á hversu hátt verðið var.
Á reikningnum mátti sjá að þau höfðu fengið sér Peking-önd, krabbafætur og fleira góðgæti.
Sjón er sögu ríkari.