Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Enski boltinn mun snúa aftur á Stöð 2 Sport á næstu leiktíð eftir rúma fimm ára fjarveru, en Guðmundur starfar að sjálfsögðu á stöðinni.
„Maður reynir að ýta því til hliðar, þetta er ekki fyrr en í ágúst. En maður fylgist vel með og ég held það séu allir spenntir fyrir því að fá enska boltann heim, við vorum orðin vön því að vera með hann,“ sagði Guðmundur í þættinum.
„Það er undirbúningur að fara í gang, skipuleggja hvað eigi að gera. Það verður gaman í enska á næsta tímabili.“
Umræðan í heild er í spilaranum.