Fólki leiðist ekki oft við að horfa á Tottenham, þó stuðningsmenn liðsins væru án efa til í að varnarleikur þess væri sterkari.
Yfirleitt eru mörg mörk skoruð í leikjum Tottenham og skýrasta dæmið er síðasti leikur gegn Liverpoo, sem tapaðist 3-6.
Síðan Ange Postecoglou tók við sem stjóri Tottenham fyrir síðustu leiktíð hafa að meðaltali verið skoruð 3,6 mörk í úrvalsdeildarleikjum liðsins.
Það er það hæsta í sögunni hjá nokkrum knattspyrnustjóra sem hefur stýrt yfir 50 leikjum í deildinni.
3.6 – Tottenham’s Premier League matches under Ange Postecoglou have seen an average of 3.6 goals scored per game. Among those to take charge of 50+ games in the competition, this is the highest goals per game rate for any manager. Frenzy. pic.twitter.com/VX1VZInKQ6
— OptaJoe (@OptaJoe) December 22, 2024