Virgil van Dijk veit ekki hvort eða hvenær hann mun skrifa undir nýjan samning við Liverpool.
Samningur miðvarðarins, sem hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður Liverpool lengi, rennur út eftir tímabilið og má hann sem stendur semja við önnur lið eftir áramót um að fara þangað frítt næsta sumar.
„Það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Van Dijk eftir stórsigurinn á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Það er engin sérstök dagsetning sem við miðum við. Við sjáum bara hvað gerist þegar fram liða stundir.“
Liverpool er langefst í ensku úrvalsdeildinni er að reyna að semja við fleiri lykilmenn einnig, þá Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah, sem einnig verða samningslausir eftir leiktíðina.