Christian Eriksen og Victor Lindelof mega báðir yfirgefa Manchester United í janúar samkvæmt Fabrizio Romano.
Leikmennirnir eru í aukahlutverki á Old Trafford og renna samningar þeirra út eftir leiktíðina. Verða þeir ekki framlengdir og mega þeir því fara í janúar eða semja við önnur félög um að fara frítt næsta sumar.
Það er nokkuð ljóst að Ruben Amorim, nýr stjóri United, mun taka til í leikmannahópnum á næstunni. Það er talið næsta víst að Marcus Rashford megi einnig fara, en hann hefur verið úti í kuldanum undanfarna leiki undir stjórn Portúgalans.