Bukayo Saka verður frá í margar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í stórsigri Arsenal á Crystal Palace um helgina.
Þetta staðfestir Mikel Arteta, stjóri Skyttanna, í dag.
„Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá í margar vikur,“ segir hann.
„Þetta er algjört högg en stór áskorun fyrir okkur að yfirstíga.“
Eins og Arteta segir er þetta mikið áfall fyrir Arsenal, enda Saka einn sá besti, ef ekki besti, leikmaður liðsins.