Valið á íþróttamanni ársins verður opinberað þann 4. janúar og eru þar Albert Guðmundsson, Glódís Perla Viggósdóttir, Orri Steinn Óskarsson og Sveindís Jane Jónsdóttir fulltrúar fótboltans.
Einnig verður tilkynnt val á þjálfara ársins og liði ársins. Úr fótboltanum er Arnar Gunnlaugsson þar tilnefndur sem þjálfari og frábært ár íslenska kvennalandsliðsins skilar þeim á listann yfir bestu liðin.
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2024 í stafrófsröð
Albert Guðmundsson – fótbolti
Anton Sveinn McKee – sund
Ásta Kristinsdóttir – fimleikar
Eygló Fanndal Sturludóttir – ólympískar lyftingar
Glódís Perla Viggósdóttir – fótbolti
Orri Steinn Óskarsson – fótbolti
Ómar Ingi Magnússon – handbolti
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – sund
Sóley Margrét Jónsdóttir – kraftlyftingar
Sveindís Jane Jónsdóttir – fótbolti
Þrjú efstu liðin í stafrófsröð
Ísland fótbolti kvenna
Ísland hópfimleikar kvenna
Valur handbolti karla
Þrír efstu þjálfararnir í stafrósröð
Arnar Gunnlaugsson
Óskar Bjarni Óskarsson
Þórir Hergeirsson