Grace Jackson hefur sparkað kærastanum, knattspyrnumanninum Marcus Rashford, og mun snúa aftur í Love Island á nýju ári.
Þetta kemur fram í The Sun, en Rashford og Jackson höfðu verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Nú er því lokið.
„Grace áttaði sig á því að Marcus tók þessu sambandi ekki alvarlega svo hún hætti að fylgja honum á Instagram og sleit þessu,“ segir heimildamaður enska blaðsins meðal annars.
Það er óhætt að segja að það gangi ekkert allt of vel hjá Rashford þessa dagana. Ruben Amorim, nýr stjóri Manchester United, hefur kastað honum úr leikmannahópnum og þarf hann sennilega að finna sér nýja vinnuveitendur sem fyrst.