Raheem Sterling missir af næstu leikjum Arsenal, en hann meiddist á æfingu fyrir leik helgarinnar gegn Crystal Palace.
Sterling var ekki með hópnum í 1-5 stórsigrinum á Selhurst Park vegna meiðslanna og verður hann frá í einhverjar vikur samkvæmt Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
„Hann verður frá í einhverjar vikur, hann meiddist á hné. Við skoðum hann betur á næstu dögum til að sjá hversu lengi hann verður nákvæmlega frá,“ segir Arteta.
Sterling er hjá Arsenal á láni frá Chelsea og hefur hann verið í aukahlutverki á leiktíðinni.
Meiðsli herja á kantmenn Arsenal þessa dagana, en lykilmaðurinn Bukayo Saka verður einnig frá í fleiri vikur.