Pólska félagið Rakow hefur lagt fram tilboð í Róbert Frosta Þorelsson, leikmann Stjörnunnar, samkvæmt Fótbolta.net.
Róbert Frosti er 19 ára gamall og í nokkuð stóru hlutverki hjá Stjörnunni, sem hafnaði í fjórða sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Rakow er með betri liðum Póllands sem stendur og því ljóst að um spennandi skref væri að ræða ef af verður.