Marcus Rashford er sagður ansi reiður út í vinnuveitendur sína, Manchester United, þessa dagana.
Rashford er úti í kuldanum hjá Ruben Amorim, nýjum stjóra United, og fer sennilega frá félaginu fyrr en síðar.
Hann hefur til að mynda verið orðaður við Barcelona, PSG og lið í Sádi-Arabíu en staðarmiðillinn Manchester Evening News segir United þegar verið farið að ræða við mögulega kaupendur.
Rashford á að vera öskuillur yfir þessu þar sem hann sjálfur hefur ekkert fengið að segja með eigin framtíð og hefur ekki farið í viðræður við önnur félög.
Samningur Rashford við United rennur ekki út fyrr en 2028 og er hann með 350 þúsund pund í vikulaun, eitthvað sem verður erfitt fyrir önnur félög að jafna.