Harry Maguire er óvænt orðaður við Napoli í The Athletic í dag.
Antonio Conte, stjóri liðsins, er sagður skoða varnarmenn fyrir næsta sumar og er Maguire þar á blaði.
Samningur hins 31 árs gamla Maguire rennr út eftir leiktíðina og vill Napoli skoða það að semja við hann á nýju ári um að koma frítt næsta sumar.
Maguire gekk í raðir United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019. Hann hefur byrjað átta leiki á þessari leiktíð, þar á meðal síðustu tvo leik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn nýja mannsins Ruben Amorim.
Færi Maguire til Napoli myndi hann hitta fyrir Scott McTominay, sem fór einmitt þangað frá United síðasta sumar.