Ólafur Guðmundsson, varnarmaður FH, er á leið til norska liðsins Álasunds samkvæmt Fótbolta.net.
Ólafur er 22 ára gamall og lykilmaður í FH en heldur nú út í atvinnumennsku. Álasund spilar í norsku B-deildinni.
Hjá liðinu hittar Ólafur fyir Davíð Snæ Jóhannsson, sem einnig fór frá FH til Álasunds.
FH missti annan lykilmann, Loga Hrafn Róbertsson, frá sér í gær svo stór skörð eru hoggin í liðið.
Hafnfirðingar höfnuðu í sjötta sæti Bestu deildarinnar í ár, en liðið vann ekki leik eftir tvískiptingu.