fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins var mynduð um helgina. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar fer lítið fyrir íþróttum, eins og nafntogaðir einstaklingar úr hreyfingunni hafa bent á.

Í raun er aðeins einu sinni minnst á íþróttir í stefnuyfirlýsingunni:„Rík­is­stjórn­in hyggst móta ung­menna­stefnu og beita sér fyr­ir jöfnu aðgengi allra barna að íþrótt­um, list­um og frí­stund­a­starfi,“ segir þar.

Arnar Sveinn Geirsson. Mynd/aðsend

Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, tjáði sig til að mynda um málið um helgina.

„Frábært hvað ný ríkisstjórn gefur íþróttum mikinn gaum. Orðið íþróttir er að finna alveg einu sinni í stefnuyfirlýsingunni. Glæsilegt,“ skrifaði kaldhæðinn Arnar.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, lagði einnig orð í belg.

„Mikið vona ég að áhugi nýrrar ríkisstjórnar á íþróttum og því sem íþróttahreyfing gerir sé meiri, heldur en kom fram í stefnuyfirlýsingu hennar því þar virðist íþróttahreyfingin varla vera til,“ skrifaði hann og mátti sjá fleiri taka undir með þeim félögum.

Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Liverpool vann Tottenham í ótrúlegum níu marka leik

England: Liverpool vann Tottenham í ótrúlegum níu marka leik
433Sport
Í gær

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester
433Sport
Í gær

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12