Bruno Guimaraes, leikmaður Newcastle, á sér óvæntan draum og það er að spila fyrir brasilíska félagið Vasco da Gama.
Guimaraes velur það lið frekar en Athletico Paranaense þar sem hann lék frá 2017 til 2020 og vakti heimsathygli.
Það er þó draumur hins 27 ára Guimaraes að spila fyrir Vasco einn daginn en ástæðan er faðir hans sem er harður stuðningsmaður félagsins.
,,Ég vil virða draum föður míns sem er að spila fyrir Vasco. Öll fjölskyldan mín kemur frá Baskalandi,“ sagði Guimaraes sem er frá Brasilíu.
,,Ég ólst upp í Sao Januario og var alltaf stuðningsmaður Vasco. Athletico Paranaense þjálfaði mig svo ég verð þeim alltaf þakklátur.“
,,Ég á mögulega 10-12 ár eftir, Athletico PR var það lið sem kom mér hingað svo ég verð alltaf þakklátur því félagi.“