Sergio Reguilon birti heldur betur skemmtileg skilaboð á Instagram síðu sína á föstudag stuttu eftir leik Tottenham og Manchester United.
Reguilon lék með Tottenham gegn United í deildabikarnum á fimmtudag en hann fékk óvænt að koma inná.
Reguilon kom inná sem varamaður á 91. mínútu í 4-3 sigri en þetta voru hans fyrstu mínútur á öllu tímabilinu.
Bakvörðurinn er ekki inni í myndinni hjá Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, og er líklega á förum í janúar.
,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær,“ skrifaði Reguilon á Instagram stuttu eftir 4-3 sigur.
Það er langt síðan Reguilon spilaði síðast leik en þess má geta að hann var í láni hjá United á síðustu leiktíð en fékk nánast ekkert að spila.