Reece James, leikmaður og fyrirliði Chelsea, hefur fengið gagnrýni frá ákveðnum stuðningsmönnum félagsins.
Þessi gagnrýni kom eftir skilaboð James til vinar síns Mason Mount sem spilar með Manchester United.
Mount er kominn á meiðslalistann enn eina ferðina en hann hefur lítið haldist heill eftir komuna frá einmitt Chelsea.
James þekkir það vel að vera meiddur en hann er sjálfur á meiðslalistanum í dag og hefur misst af undanförnum leikjum.
Mount er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea eftir skipti til United en hann er uppalinn hjá félaginu.
James birti skilaboð á samskiptamiðla þar sem hann sýndi Mount stuðning sem fór illa í þónokkra stuðningsmenn Chelsea.
,,Takið af honum bandið,“ skrifar einn en annar svar færslunni: ‘Fyrir hvað? Að óska vini sínum góðs bata?’
Annar bætir við: ‘Við vorkennum ekki snákum í þessu félagi,‘ og sá þriðji segir: ‘Af hverju í andskotanum er hann að sýna leikmanni United stuðning?’