fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Fyrirliðinn mikið gagnrýndur fyrir að styðja leikmann Manchester United – ,,Vorkennum ekki snákum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. desember 2024 14:00

Mason Mount

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reece James, leikmaður og fyrirliði Chelsea, hefur fengið gagnrýni frá ákveðnum stuðningsmönnum félagsins.

Þessi gagnrýni kom eftir skilaboð James til vinar síns Mason Mount sem spilar með Manchester United.

Mount er kominn á meiðslalistann enn eina ferðina en hann hefur lítið haldist heill eftir komuna frá einmitt Chelsea.

James þekkir það vel að vera meiddur en hann er sjálfur á meiðslalistanum í dag og hefur misst af undanförnum leikjum.

Mount er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea eftir skipti til United en hann er uppalinn hjá félaginu.

James birti skilaboð á samskiptamiðla þar sem hann sýndi Mount stuðning sem fór illa í þónokkra stuðningsmenn Chelsea.

,,Takið af honum bandið,“ skrifar einn en annar svar færslunni: ‘Fyrir hvað? Að óska vini sínum góðs bata?’

Annar bætir við: ‘Við vorkennum ekki snákum í þessu félagi,‘ og sá þriðji segir: ‘Af hverju í andskotanum er hann að sýna leikmanni United stuðning?’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester

Ekkert til í því að Pogba hafi heimsótt æfingasvæðið í Manchester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12
433Sport
Í gær

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Palace og Arsenal – Jesus fær tækifærið

Byrjunarlið Palace og Arsenal – Jesus fær tækifærið