Brasilíska goðsögnin Rivaldo hvetur fólk til að gefast ekki upp á sóknarmanninum öfluga Kylian Mbappe.
Mbappe er á mála hjá Real Madrid og kom þangað í sumar en hefur farið nokkuð hægt af stað hjá sínu nýja félagi.
Einhverjir eru byrjaðir að efast um að Mbappe hafi það sem þarf til að taka við lyklunum hjá Real en Rivaldo er alls ekki á því máli.
,,Mbappe er að upplifa erfiða byrjun en ég hef alltaf sagt að hann muni ná árangri hjá Real Madrid,“ sagði Rivaldo.
,,Hann er markaskorari og stórstjarna. Hann er með gæðin til að verða besti leikmaður heims og hann er hjá besta félaginu þegar kemur að titlum og sögu.“
,,Það tekur stundum tíma að aðlagast en ég er viss um að hann komi til greina í Ballon d’Or í framtíðinni.“