Tottenham 3 – 6 Liverpool
0-1 Luis Diaz(’23)
0-2 Alexis Mac Allister(’36)
1-2James Maddison(’41)
1-3Dominic Szoboszlai(’45)
1-4 Mo Salah(’54)
1-5 Mo Salah(’61)
2-4 Dejan Kulusevski(’72)
3-5 Dominic Solanke(’83)
3-6 Luis Diaz(’85)
Það fór fram sturlaður knattspyrnuleikur á Englandi í kvöld en lokaleikur helgarinnar var leikinn á heimavelli Tottneham.
Það voru heil níu mörk skoruð í þessum leik og átti Mohamed Salah svo sannarlega stórleik fyrir gestina.
Salah skoraði tvö mörk fyrir Liverpool og lagði upp önnur tvö er liðið vann 6-3 útisigur.
Sigur Liverpool var í raun aldrei í hættu en staðan eftir fyrri hálfleikinn var 3-1 og komst liðið svo í 5-1.
Tottenham lagaði stöðuna með tveimur mörkum í röð áður en Luis Diaz gerði algjörlega út um viðureignina.