Það er alls ekki rétt að Chelsea sé að fara losa sig við varnarmanninn Axel Disasi sem hefur leikið með félaginu undanfarið ár eða svo.
Disasi kom til Chelsea frá Monaco árið 2023 en hefur ekki náð að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður.
Frakkinn fær þó reglulega að spila í Sambandsdeildinni og ber þar fyrirliðabandið en er ekki einn af lykilmönnum Enzo Maresca.
RMC Sport greindi frá því í vikunni að Juventus og fleiri félög væru á eftir Disasi og að hann væri mögulega á förum í janúar.
BBC Sport hefur nú þvertekið fyrir þær sögusagnir og segir að Disasi sé sáttur hjá Chelsea þessa stundina og er ekki að hugsa sér til hreyfings.