Stórleikur helgarinnar hefst klukkan 16:30 í dag er Liverpool heimsækir lið Tottenham í London.
Flestir búast við mikilli skemmtun í viðureigninni en um er að ræða tvö stórskemmtileg sóknarlið.
Tottenham hefur verið í smá basli undanfarið og þá er Liverpool án sigurs í síðustu tveimur deildarleikjunum.
Hér má sjá byrjunarliðin á Tottenham vellinum.
Tottenham: Forster; Porro, Dragusin, Gray, Spence; Sarr, Bissouma, Maddison; Kulusevski, Solanke, Son.
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai; Salah, Diaz, Gakpo