Martin Zubimendi segir að það hafi ekki verið erfitt að hafna stórliði Liverpool síðasta sumar en hann var ofarlega á óskalista enska félagsins.
Zubimendi er leikmaður Real Sociedad og er enn í dag orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool var möguleiki fyrir þennan öfluga miðjumann í fyrra en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt í heimalandinu.
,,Ég fór í sumarfrí og þetta kom mér á óvart. Ég var ekki búinn að undirbúa mig fyrir þetta. Ég þurfti að bregðast við þegar þessi staða kom upp,“ sagði Zubimendi.
,,Þetta var óþægilegur tími fyrir mig en ég fór yfir það jákvæða og neikvæða og að lokum var best fyrir mig að vera áfram.“
,,Þetta var alls ekki það erfið ákvörðun, það voru margar ástæður á bakvið hana. Ég var að lokum eigingjarn og hugsaði um hvað var best fyrir mig.“