Arsenal setti ansi áhugavert met í gær er eftir öruggan sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vann leikinn sannfærandi 5-1 þar sem Gabriel Jesus skoraði tvennu eftir þrennu gegn sama liði í miðri viku.
Arsenal er nú búið að skora fimm eða fleiri mörk í sex mismunandi útileikjum á árinu sem hefur aldrei gerst hjá ensku félagi áður.
Mikel Arteta og hans menn eru að ógna toppsæti Liverpool sem spilar við Tottenham í dag klukkan 16:30.
Arsenal hefur skorað 34 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu og er aðeins á eftir Chelsea og Tottenham í þeirri tölfræði.
Um er að ræða tölfræði í öllum keppnum og þá eru teknir með leikir í bikar sem og Evrópukeppni.
6 – Arsenal have scored 5+ goals in six different away games in all competitions in 2024, the most ever by an English top-flight club in a single calendar year. Ruthless. pic.twitter.com/18V19N4byf
— OptaJoe (@OptaJoe) December 21, 2024