Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, heimtar meiri virðingu frá sparkspekingum á Englandi en hann hefur fengið töluverða gagnrýni á undanförnum vikum.
Postecoglou spilar skemmtilegan sóknarbolta með Tottenham og er lítið fyrir það að breyta þó sínir menn séu yfir í leikjum.
Menn eins og Jamie Carragher og Gary Neville hafa gagnrýnt vinnubrögð Postecoglou og segja hann barnalegan þegar kemur að nálgun á leiknum.
Postecoglou hefur verið í bransanum í mörg ár og vill fá meiri virðingu frá þessum svokölluðu spekingum á Englandi.
,,Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á mínum ferli. Mér líður þannig að eftir 26 erfið ár sem þjálfari þá ættirðu að fá meiri virðingu og ég er ekki sá eini,“ sagði Postecoglou.
,,Ég hef séð aðra þjálfara lenda í þessu. Unai Emery lenti í þessu, ég sá þetta gerast við Nuno þegar hann var hérna.“