Það eru margir sem kannast við mann að nafni Dennis Rodman sem er goðsögn í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum.
Færri þekkja þó nafnið Trinity Rodman sem er dóttir Dennis en hún er knattspyrnukona í Bandaríkjunum og spilar fyrir Washington Spirit.
Trinity hefur sjaldan tjáð sig um samband hennar við föður sinn en hún er 22 ára gömul og þykir vera mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður.
Trinity talar ekki vel um Dennis sem er áfengissjúklingur að hennar sögn en hún hefur lítið viljað með hann hafa undanfarin ár.
,,Hann er enginn faðir. Blóðið getur sannað það en annað ekki. Við reyndum að búa með honum en hann skemmtir sér allan sókahringinn og fær heimsókn frá ókunnugum druslum,“ sagði Rodman.
,,Hann elskar að vera í sviðsljósinu. Við höfum aldrei reynt að láta hann líta illa út en það þýðir að við þurfum að halda því innbyrðis.“
,,Það er rétt eins og þessi reiði sem ég ber með mér og ég hef aldrei náð að losa hana opinberlega, þetta er erfitt fyrir mig.“
Trinity tjáir sig enn frekar um föðurinn og segir að hún hafi verið bálreið þegar hann mætti eitt sinn óvænt á leik sem hún spilaði árið 2021.