Anthony Elanga, leikmaður Nottingham Forest, sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United þar sem hann lék í mörg ár.
Elanga var aldrei fastamaður í liði United en á þremur tímabilum skoraði hann fjögur mörk í 55 leikjum.
Í dag er þessi 22 ára gamli strákur lykilmaður í liði Nottingham Forest eftir að hafa samið þar fyrir tímabilið 2023-2024.
,,Ég tók 100 prósent rétta ákvörðun,“ sagði Elanga sem lék með United frá 12 ára aldri.
,,Ég hef varla talað im þetta en hjá United þá var ég mjög ungur og ég var að koma inn í lið sem var í vandræðum.“
,,Auðvitað hugsaði ég með mér að nú væri ég að spila fyrir Manchester United en mér leið einnig eins og ég væri ekki að bæta minn eigin leik.“
,,Ég var bara þarna til að vera þarna og fékk örfá tækifæri komandi inn af bekknum.“