Matthijs de Ligt á ekki að fá lyklana að vörn Manchester United og spila fyrir miðju í öftustu línu að sögn Jaap Stam, fyrrum leikmanns liðsins.
Stam þekir það vel að spila í ensku úrvalsdeildinni en De Ligt hefur ekki beint verið upp á sitt besta í vetur líkt og aðrir leikmenn United.
Stam telur að það sé ekki sniðugt fyrir Ruben Amorim, stjóra United, að nota De Ligt í miðju þriggja hafsenta kerfis og vonar að landi sinn verði færður um stöðu í næstu leikjum.
,,Matthijs de Ligt er 25 ára gamall og er ekki ungur leikmaður í dag. Það er undir honum komið að stíga upp en við höfum séð að hann á í erfiðleikum með ensku úrvalsdeildina,“ sagði Stam.
,,Stundum þurfa þjálfarar að taka áhættur en þeir eru líka með möguleika. Harry Maguire getur spilað fyrir miðju, De Ligt hægra megin og Lisandro Martinez vinsta megin.“
,,Leiðtoginn í vörn Manchester United þarf að vera til staðar fyrir aðra varnarmenn og líka bakverði og miðjumenn. Það er gríðarlega mikilvægt hlutverk í hverju liði.“