Eins og flestir vita þá er Marcus Rashford að leitast eftir því að komast burt frá Manchester United árið 2025.
Rashford er í leit að nýrri áskorun en hann hefur lítið sem ekkert gert á þessu tímabili hjá uppeldisfélaginu.
Rashford er mögulega til sölu í janúarglugganum en samkvæmt the Sun þá er United einnig opið fyrir því að lána leikmanninn.
Enski landsliðsmaðurinn fengi þó ekki að semja við annað félag í ensku úrvalsdeildinni en gæti verið lánaður utan Englands.
Rashford er enn aðeins 27 ára gamall en hann virðist vera búinn með sinn kafla á Old Trafford.