Ofurtölvan fræga spáir því að Manchester United endi í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.
Ofurtölvan er dugleg að spá í spilin á hverju einasta tímabili en hún spáir því að Liverpool verði meistari.
United breytti nýlega um stjóra en þrátt fyrir það telur tölvan að þeir rauðklæddu hafni í 13. sætinu í vetur.
Það er fyrir neðan lið eins og Fulham, Brentford og Nottingham Forest og væri mikið áfall fyrir stórliðið.
United er einmitt í 13. sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og verður árangurinn ekki mikið betri samkvæmt tölvunni.
Það er Forest sem þarf að taka á sig mikinn skell hins vegar en liðið er í fjórða sæti en mun enda í því tíunda.
Chelsea hafnar í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Liverpool en þar á eftir koma Arsenal, Manchester City, Aston Villa og svo Newcastle.
Leicester, Ipswich og Southampton eru þá á leiðinni niður ef þessi spá heldur vatni.