fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Ofurtölvan telur að United endi í neðri hlutanum – Chelsea fyrir ofan Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. desember 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurtölvan fræga spáir því að Manchester United endi í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Ofurtölvan er dugleg að spá í spilin á hverju einasta tímabili en hún spáir því að Liverpool verði meistari.

United breytti nýlega um stjóra en þrátt fyrir það telur tölvan að þeir rauðklæddu hafni í 13. sætinu í vetur.

Það er fyrir neðan lið eins og Fulham, Brentford og Nottingham Forest og væri mikið áfall fyrir stórliðið.

United er einmitt í 13. sæti deildarinnar þegar þetta er skrifað og verður árangurinn ekki mikið betri samkvæmt tölvunni.

Það er Forest sem þarf að taka á sig mikinn skell hins vegar en liðið er í fjórða sæti en mun enda í því tíunda.

Chelsea hafnar í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Liverpool en þar á eftir koma Arsenal, Manchester City, Aston Villa og svo Newcastle.

Leicester, Ipswich og Southampton eru þá á leiðinni niður ef þessi spá heldur vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp

Barcelona mun biðja Atletico eða Valencia um hjálp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Í gær

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United
433Sport
Í gær

Víkingur fer til Grikklands í Sambandsdeildinni

Víkingur fer til Grikklands í Sambandsdeildinni