Erling Haaland hefur enn mikla trú á Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og er alls ekki að gefast upp hjá félaginu þrátt fyrir virkilega slæman kafla.
City er komið í sjötta sæti deildarinnar og er langt á eftir toppliði Liverpool eftir tap gegn Aston Villa í dag.
Leikmenn City eru ekki vanir því að tapa leikjum en hafa þurft að sætta sig við mjög slæm úrslit undanfarið.
Guardiola er sjálfur nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við City og er í fyrsta sinn að lenda í alvöru basli á sínum þjálfaraferli.
,,Pep Guardiola vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum á sjö árum, við munum aldrei gleyma því,“ sagði Haaland.
,,Hann mun finna lausn á þessu. Við höfum fulla trú á Pep og erum að leggja okkur meira fram en áður.“