Wojciech Szczesny hefur tjáð sig um tíma sinn hjá Barcelona þar sem hann fær ekkert að spila í dag.
Barcelona ákvað að kalla í Szczesny fyrr á árinu eftir meiðsli Marc Andre ter Stegen sem sleit krossband.
Szczesny hefur hins vegar enn ekki spilað leik fyrir Barcelona þar sem Inaki Pena er í marki liðsins.
Pólverjinn hætti við að hætta til að semja við Barcelona á frjálsri sölu en hann var áður á mála hjá Juventus og Arsenal.
,,Hvenær fæ ég að spila minn fyrsta leik? Ég veit það ekki. Ég hef sagt það alveg frá byrjun að ég þarf að komast í stand fyrst og það er það mikilvægasta,“ sagði Szczesny.
,,Nú tel ég mig vera tilbúinn í að spila bæði andlega og líkamlega en ég skil hvað er í gangi þessa stundina.“
,,Ef ég væri þjálfarinn þá hefði ég spilað mér alveg jafn oft hingað til. Það er erfitt að vera pirraður því ég er 100 prósent sammála.“