Aston Villa 2 – 1 Manchester City
1-0 Jhon Duran(’16)
2-0 Morgan Rogers(’65)
2-1 Phil Foden(’93)
Manchester City tapaði sínum sjötta deildarleik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Aston Villa.
City hafði gert jafntefli og unnið í síðustu tveimur umferðum eftir langa taphrinu.
Villa hafði betur 2-1 á heimavelli sínum í dag og lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar.
Jhon Duran og Morgan Rogers skoruðu mörk Villa sem skilur City eftir í sjötta sæti.
Gestirnir minnkuðu muninn í blálokin í 2-1 en Phil Foden kom boltanum þá í netið.