Það er bull og vitleysa að Paul Pogba hafi nýlega heimsótt æfingasvæði Manchester City.
Þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem er með puttann á púlsinum nánast um alla Evrópu.
Pogba hefur verið orðaður við City undanfarna daga en hann er ekki í viðræðum við City um mögulega komu þangað.
Pogba er með nokkra möguleika í höndunum en hann má byrja að spila aftur eftir bann þann 1. mars næstkomandi.
Frakkinn þekkir vel til Manchester en hann lék með Manchester United í langan tíma.