Barcelona er efst á óskalista Luis Diaz ef hann ákveður að yfirgefa Liverpool 2025 eða þá 2026 samkvæmt nýjustu fregnum.
Það er spænski miðillinn Antena 2 sem greinir frá því að Liverpool sé í erfiðleikum með að bjóða þessum öfluga sóknarmanni nýjan samning.
Diaz er sjálfur nokkuð opinn fyrir því að framlengja við Liverpool en samningur hans á Anfield rennur út 2027.
Hingað til hefur ekkert gengið í þeim málum en Barcelona, AC Milan og Paris Saint-Germain eru öll áhugasöm.
Samkvæmt þessum fregnum horfir Diaz aðallega til Spánar en hann er frá Kólumbíu og er Barcelona eitt allra vinsælasta liðið í Suður-Ameríku.
Liverpool gerir sér enn vonir um að framlengja samning Diaz sem er 27 ára gamall og er verðmetinn á 80 milljónir evra.