Manchester City er búið að fá á sig 27 mörk í síðustu 12 leikjum sínum sem er virkilega óvenjulegt fyrir Englandsmeistarana.
City tapaði gegn Aston Villa á útivelli í dag og var að tapa sínum sjötta leik í deildinni hingað til.
City hefur að sama skapi aðeins unnið einn af síðustu 12 leikjum sínum sem er í raun galin tölfræði miðað við mannskapinn.
Meistararnir unnu Nottingham Forest nokkuð þægilega 3-0 þann 4. desember og gerðu svo jafntefli við Crystal Palace.
Síðasti sigurleikur liðsins fyrir utan leikinn gegn Forest kom í október og vannst 1-0 gegn Southampton.
City er með fjóra í markatölu eftir 17 leiki en toppliðin þrjú eru með plús 18 og er munurinn mikill.